Nemendur í 1.og 2. bekk skólans taka nú þátt í verkefni sem ber heitið vinabekkurinn okkar. Þau eru með þessu móti að mynda tengsl við jafnaldra sína í Laugalandsskóla í Holtum. Þetta finnst þeim afar áhugavert og verður margt í skólastarfinu mun áhugaverðara en ella, enda þarf að deila annsi mörgu með þessum vinum okkar í Laugalandsskóla. Á dögunum skrifuðu þau vinabekknum bréf og í tilefni af bleikum október voru bréfin að sjálfsögðu sett í bleik umslög. Að auki hafa þau unnið að því um nokkurt skeið að kynna fyrirvinabekknum sögu landnámsmannsins Hjörleifs Hróðmarssonar enda nam hann land á okkar svæði. Af því tilefni brugðu þau sér í gerfi Víkinga og sigldu í þeirra ímyndaða heimi til Íslands og námu land við Hjörleifshöfða.