Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við deiliskipulagstillögu fyrir Ytri-Sólheimar 1, 1A og lóð.
Deiliskipulagstillaga nær yfir jaðar Sólheimasands og tekur til hluta af jörðinni Ytri-Sólheimum 1 L163037, Ytri-Sólheimum 1a L226302, og Ytri-Sólheimum lóð L210360. Svæðið er við Mýrdalsjökulsveg nr. 222 austan við Húsá á Sólheimasandi og er um 8,45 ha að stærð.
Deiliskipulagstillagan og umhverfismatsskýrsla liggja frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík eða má nálgast hér: DSK Ytri-Sólheimar - uppdráttur og DSK Ytri-Sólheimar - greinargerð frá 9. desember 2021 til og með 22. janúar 2022.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út föstudaginn 22. janúar 2022.