Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2021-2033

Í samræmi við 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með kynnt vinnslutillaga að nýju aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033.

Vinnslugögnin eru hér á heimasíðu sveitarfélagsins undir Skipulag í kynningu en gögnin samanstanda af greinagerð og umhverfismatsskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti og þéttbýlisuppdrætti.

Þeir sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir við vinnslugögn/vinnslutillögu geta skilað þeim á netfangið bygg@vik.is fyrir lok dags 15. júlí 2022.

Endanleg tillaga verður kynnt almenningi með formlegum hætti og auglýst í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123/2010 síðar á árinu þar sem öllum gefst aftur tækifæri á að koma með athugasemdir.

 

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps