Appel­sínu­gular og rauðar viðvaranir fyrir svæðið

Kæru íbúar,
 
Veðurspáin er afar slæm fyrir daginn í dag, miðvikudag. Gefnar hafa verið út appelsínugular og rauðar viðvaranir og gilda þær fram á fimmtudag. Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir svæðið frá kl. 14:00 í dag og rauð frá kl. 16:00.
 
Við hvetjum ykkur til að fylgjast vel með veðurspám, sýna aðgát og koma lausamunum í skjól áður en óveðrið skellur á til að fyrirbyggja tjón.
 
Við vekjum athygli á að gámavöllurinn verður lokaður á morgun, fimmtudaginn 6. febrúar vegna veðurs.