Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á deiliskipulagi þjónustusvæðis við Sólheimajökul.

Þjónusta við Sólheimajökul – breyting á deiliskipulagi

Skipulagssvæðið er stækkað úr um 1 ha í 5,3 ha en þetta er gert til þess að bregðast við auknum straumi ferðamanna. Breytingin felur í sér stækkun bílastæðis, fjölgun þjónustulóða, bætt aðgengi og bætt við merktum göngustíg.

Þessi tillaga liggur frammi hjá skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps  www.vik.is frá 1. maí til og með 12. júní 2024.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 12. júní 2024.

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps