Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að deiliskipulagsbreytingu við Hjörleifshöfða í Mýrdal.
Hjörleifshöfði – Deiliskipulagsbreyting
Deiliskipulagstillagan nær yfir 1,8 ha svæði vestan Hjörleifshöfða og er í landi Hjörleifshöfða. Skipulagsbreytingin felst í því að afmarkað er svæði fyrir dvalarsvæði við núverandi bílastæði og gera bætta aðstöðu fyrir ferðafólk með aðgengi að salerni, neysluvatni og vandaðri nestisaðstöðu ásamt tengingu við gönguleiðir og fjölgun bílastæða.
Tillaga þessar liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 22. maí til og með 3. júlí 2024.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 3. júlí 2024.