Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu um nýtt deiliskipulag fyrir iðnaðarsvæði í Vík ásamt fjörunni og sjónum þar fyrir neðan.

Iðnaðarsvæði - Deiliskipulagstillaga

Skipulagssvæðið er um 26 ha að stærð og staðsett í austurhluta Víkur, sunnan Suðurlandsvegar. Deiliskipulagstillaga gerir ráð fyrir nýju deiliskipulagi fyrir iðnaðarsvæði í Vík, ströndinni fyrir neðan iðnaðarsvæðið og 115 m út í sjó því innan skipulagsins eru einnig tveir sandfangarar.

Tillaga þessi liggur frammi hjá skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 14. janúar til og með 25. febrúar 2025.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 25. febrúar 2025.

George Frumuselu

skipulagsfulltrúi Mýrdalshrepps