Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2023.
Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2023 – Litlu-Hólar
Um er að ræða breytingu á sveitarfélagsuppdrætti og breyting á greinargerð. Viðfangsefni breytingarinnar er að bæta við nýju 0,5 ha verslunar- og þjónustusvæði á Litlu-Hólum, með heimild fyrir allt að 500m2 byggingarmagni og 20 gistirúmum. Fær svæðið númerið VÞ45 og er auðkennt með hringtákni á uppdrætti.
Tillagan liggur frammi hjá skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 14. janúar til og með 25. febrúar 2025.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á skipulag@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út þriðjudaginn 25. febrúar 2025.
George Frumuselu
skipulagsfulltrúi Mýrdalshrepps