Auglýsingar um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 – Ferðaþjónusta á Norður- og Suður-Fossi í Mýrdalhreppi

Í samræmi við 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 sem tengist ferðaþjónustu í dreifbýli við Norður- og Suður-Foss ásamt breytingu á deiliskipulagi Norður-Foss og nýju deiliskipulagi Suður-Foss.

Sjá tillögu: ASK DSK BR Norður- og Suður-Foss

Breytingar felast í að skilgreina nýja afmörkun fyrir Norður-Foss sem er skipt í tvö svæði, annars vegar VÞ33 og VÞ Suður-Foss, þar sem sambærilegir skilmálar og fyrir VÞ33 eru settir. Eftir breytingu VÞ33 Norður-Foss verði um 7-8 ha og nýtt svæði VÞ Suður-Foss verði um 5-6 ha.

Í samræmi við breytingu á aðalskipulagi verður unnin breyting á deiliskipulagi Norður-Foss og unnið nýtt deiliskipulag fyrir Suður-Foss.

Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 8. nóvember 2023 til og með 3. desember 2023.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út sunnudaginn 3. desember 2023.

Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 – VÞ6

Í samræmi við 30. gr. og 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 í þéttbýlinu í Vík.

Sjá tillögu: ASK DSK BR VÞ6

Breytingin fjallar um stækkun á reit IB7, Austurhluti á kostnað reits VÞ6, Tjaldsvæði í Vík. Reitur ÍB7 stækkar úr 2,8 ha í 3,3 ha. Fjölda íbúða fjölgar úr 65 í 85 íbúðir á reitnum. Stofnaður verður nýr reitur fyrir samfélagsþjónustu S6 sem verður einnig á kostnað reits VÞ6, Tjaldsvæði í Vík. Reitur S6 verður 0,8 ha að stærð og er ætlaður fyrir hjúkrunarheimili, þjónustu aldraðra o.fl.

Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verður unnið deiliskipulag fyrir svæðið.

Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 8. nóvember 2023 til og með 3. desember 2023.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út sunnudaginn 3. desember 2023.

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps