Auglýsing um skipulagsmál í Mýrdalshreppi

Breyting á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033

Breyting á þéttbýlisuppdrætti Vík

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 18. janúar 2024 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felur í sér að texta í greinargerð í kafla um Afþreyingar- og ferðamannasvæði er breytt þar sem leyfilegt er að byggja 50 m2 byggingu við Hjörleifshöfða (AF14) en áður var ekki gert ráð fyrir frekari byggingum. Um óverulega breytingu er að ræða þar sem aðeins er verð að bæta við óverulegu byggingarmagni sem er í samræmi við meginstefnu aðalskipulags og afmörkun reitar á uppdrætti er sú sama.

Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulags- og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps.

 

f.h. Sveitarstjórnar Mýrdalshrepps
George Frumuselu

Skipulags- og byggingafulltrúi.