Breyting á aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2023 – Höfðabrekka og breyting á skilmálum fyrir íbúðarbyggð og landbúnaðaraland.
Í samræmi við 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér kynnt lýsing fyrir breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.
Gerðar eru breytingar á greinargerð aðalskipulags, á almennum skilmálum um landbúnaðarsvæði, íbúðarbyggð í dreifbýli og verslun og þjónustu í dreifbýli. Auk þess verður gerð breyting á uppdrætti og greinargerð í landi Höfðabrekku.
Lýsingin liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 26. ágúst til og með 16. september 2024.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út mánudaginn 16. september 2024.