Óveruleg breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033
Breyting á VÞ27 Brekkur og Ás
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 14. nóvember 2024 tillögu að óverulegri breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2021-2033 samkvæmt 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Um er að ræða breytingu á sveitarfélagsuppdrætti og greinargerð. Gerð er breyting á afmörkun og skilmálum fyrir verslunar- og þjónustusvæðið VÞ27 Brekkur og Ás. Afmörkun er breytt í samræmi við afmörkun lóðar og byggingarmagn aukið úr 6400 m2 í 8000 m2.
Breytingin hefur verið send Skipulagsstofnun til staðfestingar. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps.