Í samræmi við 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að nýju deiliskipulagi Austurhlutinn í Vík.
Austurhlutinn í Vík - Deiliskipulagstillaga
Um er að ræða nýtt deiliskipulag fyrir Austurhlutann. Skipulagssvæðið er um 10 ha að stærð og er staðsett nokkuð miðsvæðis í Vík og liggur sitt hvoru megin við núverandi hringveg. Innan svæðisins eru göturnar Austurvegur, Smiðjuvegur og Sléttuvegur. Meginmarkmið skipulagsins er að skilgreina skipulag lóða fyrir verslun og þjónustu samkvæmt áætlunum gildandi aðalskipulags. Vík hefur lengi verið verslunar- og þjónustukjarni fyrir nærsveitir og með fjölgun íbúa og ferðamanna í Vík undanfarinn áratug hefur verslun og þjónusta á svæðinu aukist og mun áfram fjölga með enn frekari vexti og uppbyggingu ferðaþjónustu í sveitarfélaginu.
Þessi tillaga liggur frammi hjá skipulagsfulltrúa Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, á skipulagsgátt og á heimasíðu Mýrdalshrepps www.vik.is frá 4. mars til og með 16. apríl 2025.
Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík, í skipulagsgátt eða í tölvupósti á skipulag@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út miðvikudaginn 16. apríl 2025.