Framkvæmdaleyfi vegna efnistöku á efnistökusvæði E14 Sunnan Hjörleifshöfða
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti á fundi sínum 17. október 2024 að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistöku af sandi til notkunar við sandblástur á efnistökusvæði E14 Sunnan Hjörleifshöfða enda er framkvæmdin í samræmi við gildandi aðalskipulag sveitarfélagsins.
Útgáfa framkvæmdaleyfisins var birt 23.12.2024 á heimasíðunni og í Skipulagsgáttinni.
Upplýsingar og gögn sem tengjast leyfinu má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, vik.is, undir fundargerð skipulags- og umhverfisráðs, mál nr. 2408016.
Afrit af útgefnu framkvæmdaleyfi má nálgast hér.