Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 frístundabyggð F10 og nýtt deiliskipulag í landi Norður-Garðs 3

Sveitarstjórn Mýrdalshrepps samþykkti 16. desember 2021 breytingu á Aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 og 20. janúar 2022 breytingu á deiliskipulagi í landi Norður-Garðs 3. Tillögurnar voru auglýstar frá 3. október - 14. nóvember 2021 skv. 30. gr. og frá 4. nóvember – 17. desember 2021 skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Engar athugasemdir bárust einungis umsagnir, ekki voru gerðar neinar efnislegar breytingar á aðalskipulagsbreytingunni eða deiliskipulaginu eftir auglýsingu .

Skipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Þeir sem óska nánari upplýsinga um aðalskipulagsbreytinguna, deiliskipulagi og niðurstöðu sveitarstjórnar geta snúið sér til skipulags- eða byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps.

George Frumuselu
Skipulags- og byggingarfulltrúi
Mýrdalshrepps