Breyting á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 - Nýtt deiliskipulag Túnahverfi

Í samræmi við 30. gr. og 40 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt skipulagslýsing vegna breytinga á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028 í þéttbýlinu í Vík í Mýrdal ásamt nýju deiliskipulagi í hverfi Túna.

Í breytingunni felst að: gerð er tillaga að landnotkunarbreytingu þar sem „opið svæði til sérstakra nota“ verður hluti íbúðabyggðar, skilgreint ÍS1 skv. aðalskipulagi. Með breytingunni stækkar núverandi svæði íbúðarbyggðar við Tún úr 4,1 ha í 5,4 ha. Jafnframt er gerð tillaga að nýju deiliskipulagi norðan við Túnahverfi.

Skipulagslýsing þessi liggur frammi hjá skipulags-og byggingarfulltrúa Mýrdalshrepps Austurvegi 17, 870 Vík eða nálgast hér frá 22. september 2021 til og með 10. október 2021.

Athugasemdum ef einhverjar eru skal skila skriflega á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17, 870 Vík eða í tölvupósti á bygg@vik.is. Frestur til að skila inn athugasemdum rennur út sunnudegi 10. október 2021.

George Frumuselu

Skipulags- og byggingarfulltrúi

Mýrdalshrepps