Hvetjum til samveru fjölskyldunnar

Hvetjum til samveru fjölskyldunnar

Í sumar viljum við sem fyrr undirstrika mikilvægi samverunnar fyrir foreldra og unglinga þar sem rannsóknir hafa sýnt að samvera fjölskyldunnar er einn helsti skýringarþátturinn fyrir góðu gengi í forvörnum á undanförnum árum. Því viljum við að sjálfsögðu iðhalda.

Kannanir hafa sýnt að unglingar vilja eiga fleiri samverustundir með foreldrum sínum og er sumarið kjörinn tími til þess. Samvera fjölskyldunnar og mikilvægi þess að foreldrar skapi góðar minningar með börnunum sínum er megininntakið í auglýsingum SAMAN-hópsins í sumar oghaust. Reynt er að undirstrika að samvera þarf ekki að kosta mikið, við getum spjallað saman, spilað saman, sungið, leikið, hjólað, eldað og farið í göngutúra, svo dæmi séu tekin.

SAMAN hópurinn vill hvetja sveitarstjórnir til hjálpa okkur að dreifa skilaboðum hópsins. Inn á nýrri heimasíðu okkar https://www.samanhopurinn.is/ er að finna efni sem þið getið sótt og
til dæmis deilt á ykkar samfélagsmiðlum. Hér má finna sumarskilaboð, hægt er að aðlaga myndir og veggspjöld með því að setja inn lógó sveitarfélags.
Samanhópurinn vill hvetja þau sveitarfélög sem bjóða heim á stórar bæjarhátíðir í sumar að hyggja vel að öllu skipulagi er varðar öryggi barna og ungmenna t.d. með því að framfylgja aldurstakmörkunum áfengislaga, lögum um útivistartíma barna og taka mið af öðrum verndarákvæðum barnaverndarlaga.

Talsmenn SAMAN hópsins veita fúslega ráð og koma með ábendingar út frá sjónarhorni forvarna sé þess óskað. Í hópnum eru margir sem hafa reynslu af að bæta skipulag bæjarhátíða með einum og eða öðrum hætti. Við viljum aðstoða svo vel megi til takast.

Í hópnum sitja m.a. fulltrúar frá sveitarfélögum, lögreglunni, embætti landlæknis og félagasamtaka sem láta sér forvarnir og velferð barna og ungmenna og fjölskyldunnar varða.
Einnig hefur okkur borist styrkur til þess að hafa verkefnastjóra í lutastarfi í eitt ár.

Gleðilegt sumar!

SAMAN – hópurinn