Kjörfundur og kjörskrá vegna kosninga til forseta Íslands 1. júní 2024

Frá Kjörstjórn Mýrdalshrepps

Kjörskrá vegna kosninga til forseta Íslands 1. júní 2024 liggur frammi á skrifstofu Mýrdalshrepps, Austurvegi 17 í Vík, frá 11. maí 2024 og til kjördags.

Opnunartími skrifstofu er frá kl. 10:00 – 12:00 og 13:00 – 15:00 alla virka daga.

Vekjum athygli á upplýsingavefnum http://www.kosning.is en þar er að finna hagnýtar upplýsingar um framkvæmd kosninganna. Kjósendur geta einnig kannað hvar þeir eru á kjörskrá á vefslóðinni https://www.skra.is/folk/kjorskra-og-kosningar/hvar-a-eg-ad-kjosa/forsetakosningar/

Athugasemdum við kjörskrá skal beint til Þjóðskrár Íslands.

Kjörfundur í Mýrdalshreppi, vegna forsetakosninga laugardaginn 1. júní 2024, verður í Víkurskóla, Mánabraut 3, Vík.

Kjörfundur hefst kl. 10:00 og lýkur kl. 20:00.

Kjósendur skulu hafa meðferðis og framvísa gildum persónuskilríkjum (ökuskírteini, rafrænt ökuskírteini, nafnskírteini eða vegabréf).

Kjörstjórn Mýrdalshrepps