Kristín Ómarsdóttir hefur verið ráðin Æskulýðs- og tómstundafulltrúi Mýrdalshrepps. Hún mun hefja störf frá og með 20. febrúar nk.
Kristín er lýðheilsufræðingur og hefur lokið BA gráðu í tómstunda- og félagsmálafræði frá Háskóla Íslands og MPH gráðu frá háskólanum í Lundi. Hún hefur reynslu af tómstundastarfi með börnum og unglingum og hefur stofnað nýsköpunarfyrirtæki í heilbrigðislausnum og heilsueflandi lausnum í Svíþjóð.
Verkefni æskulýðs- og tómstundafulltrúa eru m.a. verkefnavinna og stefnumótun í heilsu-, æskulýðs- og tómstundamálum og er einnig tengiliður sveitarfélagsins við félagasamtök sem eru með skipulagt æskulýðs- og tómstundastarf.
Kristín er boðin velkomin til starfa hjá Mýrdalshreppi.
Einar Freyr Elínarson, sveitarstjóri