Laust starf leikskólastjóra

Mýrdalshreppur óskar eftir því að ráða drífandi og jákvæðan einstakling í starf leikskólastjóra í Vík í Mýrdal.

Um fjölbreytt framtíðarstarf er að ræða sem krefst góðrar hæfni í mannlegum samskiptum og stjórnun. Leikskólastjóri mun stýra yfirfærslu starfseminnar í nýjan 60 barna leikskóla sem verið er að byggja og stefnt er að verði tekinn í notkun haustið 2024. Fólksfjölgun í sveitarfélaginu hefur verið mikil á síðustu árum og börnum á leikskólaaldri fjölgað. Sveitarfélagið hyggur á áframhaldandi uppbyggingu og þróun leikskólastarfs sem miðar að því að gera skólann að spennandi vinnustað og faglegri menntastofnun.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Daglegur rekstur og stjórnun leikskólans
  • Aðkoma að fjárhagsáætlanagerð
  • Eftirlit með húsnæði og leiksvæði skólans
  • Fagleg forysta og mótun framtíðarsýnar í samræmi við menntastefnu sveitarfélagsins
  • Ber ábyrgð á starfsmannamálum, s.s. ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun
  • Samstarf við Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð og aðrar menntastofnanir sveitarfélagsins
  • Samskipti og samstarf við foreldra

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun eða önnur sambærileg menntun og leyfisbréf kennara
  • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi er æskileg
  • Reynsla af stjórnun
  • Jákvæðni og góð færni í mannlegum samskiptum
  • Gott vald á íslensku og ensku í ræðu og riti
  • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
  • Hreint sakavottorð

Laun eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands.

Mýrdalshreppur getur aðstoðað við flutning og útvegað húsnæði.

Um fullt starf er að ræða og eru einstaklingar af öllum kynjum hvött til að sækja um. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. júní.

Umsóknarfrestur er til og með 3. apríl 2024. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og greinargott kynningarbréf þar sem umsækjendur gera grein fyrir helstu ástæðum umsóknar og hæfni til þess að sinna starfinu.

Umsóknir skulu sendar í tölvupósti á netfangið sveitarstjori@vik.is
Frekari upplýsingar veitir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri í síma 4871210.