Laust starf ráðgjafa í félagsþjónustudeild

Félagsráðgjafi í félagsþjónustu

Félags- og skólaþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu auglýsir laust til umsóknar starf ráðgjafa í félagsþjónustudeild. Um er að ræða 50-100% starfshlutfall. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu sem annast félags- og skólaþjónustu sveitarfélaganna í Ásahreppi, Rangárþingi ytra, Rangárþingi eystra, Mýrdalshreppi og Skaftárhreppi. Skrifstofa félagsþjónustunnar er staðsett á Hellu. Í sveitarfélögunum búa u.þ.b. 6000 manns. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands eða annara félaga sem við eiga.

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Annast meðferð mála einstaklinga og fjölskyldna innan félagsþjónustu, þ.m.t. félagslega ráðgjöf og fjárhagsaðstoð
  • Annast ráðgjöf varðandi húsnæðismál og utanumhald um þau
  • Heldur utan um málaflokk flóttafólks
  • Er í samskiptum við stofnanir utan félagsþjónustu

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Starfsréttindi í félagsráðgjöf eða önnur menntun sem nýtist í starfi
  • Þekking og reynsla af störfum í félagsþjónustu sveitarfélaga er æskileg
  • Góð alhliða tölvukunnátta er skilyrði. Þekking á OneSystem er kostur
  • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
  • Frumkvæði, sjálfstæði og nákvæmni í vinnubrögðum
  • Jákvætt viðhorf og geta til að vinna undir álagi
  • Gott vald á íslensku í ræðu og riti

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands Íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.

Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi þurfa að fylgja umsókn. Umsóknarfrestur er til og með 30. október 2023. Umsóknir sendist á svava@felagsmal.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Allir áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um.

Nánari upplýsingar gefur Svava Davíðsdóttir framkvæmdarstjóri félags- og skólaþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellsýslu í síma 487-8125 eða á netfangi svava@felagsmal.is