Laust starf verkefnastjóra inngildingar og íslensku

Mýrdalshreppur óskar eftir að ráða öflugan og metnaðarfullan einstakling í stöðu verkefnastjóra inngildingar og íslensku.
Um spennandi þróunarstarf er að ræða í fjölbreyttu samfélagi þar sem mikil uppbygging á sér stað. Sveitarfélagið getur útvegað íbúð til leigu í Vík. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

 

Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Dagleg umsjón og verkefnastýring vegna innleiðingar og mat vegna inngildingarstefnu Mýrdalshrepps.
  • Starfsmaður Enskumælandi ráðs með umsjón fundarboða, fundargerðir, skipulagning viðburða á vegum ráðsins og upplýsingagjöf til ráðsins um framvindu inngildingarstefnunnar og stöðu verkefna tengd íslensku sem annars máls í sveitarfélaginu.
  • Samstarf þvert á samfélag vegna íslensku sem annarsmáls, s.s. skipulagning íslenskunámskeiða og kennslu.
  • Skipuleggur fræðslu, ráðgjöf og annast kynningar um inngildingu og íslensku sem annars máls.
  • Skipulag upplýsingamiðlunar, leiðbeininga og ráðgjafar til íbúa, stjórnenda og starfsfólks sveitarfélags, félagssamtaka, og fyrirtækja um réttindi, skyldur, þjónustu og viðburði í nærsamfélagi.
  • Greining á mögulegum tækifærum, endurskoðun ferla og verklagi tengd inngildingu og íslensku sem annars máls.
  • Sjá til að unnið sé samkvæmt kostnaðaráætlun og tímaramma.
  • Önnur verkefni sem tengjast starfinu.

Hæfniskröfur:

  • Menntun á háskólastigi sem nýtist í starfi
  • Reynsla og þekking á verkefnastjórnun
  • Yfirgripsmikil þekking á inngildingu og íslensku sem annarsmáls
  • Góð hæfni til að vinna í þverfaglegum og menningarlegum teymum
  • Góð tölvukunnátta og þekking á upplýsingatækni
  • Góð íslensku- og enskukunnátta er algjört skilyrði, íslenska C2 og enska C1 skv. samevrópska tungumálarammanum
  • Önnur tungumálakunnátta æskileg
  • Hæfni í mannlegum og faglegum samskiptum, skipulagshæfileikar og hæfni í að miðla þekkingu til annarra
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum og geta til að leiða umbætur

 

Laun:

Laun eru samkvæmt samningi Mýrdalshrepps og hlutaðeigandi stéttarfélags.

Starfið er tímabundið til eins árs en ákvörðun um framhaldsráðningu verður metin með tilliti af framvindu verkefna.

Umsóknarfrestur er til og með 31. janúar 2025. Umsókn óskast send í tölvupósti á sveitarstjori@vik.is eða á vefsíðunni Alfreð og þarf henni að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Áhugasamir einstaklingar, óháð kyni, eru hvattir til að sækja um starfið. Laun eru samkvæmt kjarasamningi viðkomandi stéttarfélags og Sambands íslenskra sveitarfélaga. Umsóknir gilda í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar veitir Einar Freyr Elínarson sveitarstjóri (sveitarstjori@vik.is) í síma 487 1210.