Rytmískur söngkennari
Rytmískur söngkennari óskast í Tónskóla Mýrdalshrepps, Vík í Mýrdal.
Einkunnaorð Tónskólans Mýrdalshrepps er Tónlist, Gleði og Sjálftraust.
Við leitum eftir söngkennara í rytmískri söngdeild. Um 20-25% starfshlutfall er að ræða.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólapróf í rytmískri söngkennslu eða söng og/eða námskeið í rytmískri söngtækni auk að lágmarki framhaldsprófs í rytmískum söng, ásamt reynslu í rytmískri söngkennslu.
Góð færni í samvinnu og samskiptum
Faglegur metnaður og áhugi á sköpun, starfsþróun og fjölbreytni í skólastarfi.
Góð íslenskukunnátta
Umsóknarfrestur er til og með 5.ágúst 2024.
Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Alexandra Chernyshova, tónskólastjóri í síma 8945254, eða með tölvupósti á tonskoli@vik.is. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og FÍH við launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga. Ráðið er í öll störf óháð kyni.