Mýrdalshreppur auglýsir starf vaktstjóra við íþróttamiðstöðina í Vík laust til umsóknar.
Um er að ræða 100% starf á dagvinnutíma, en helgar eftir samkomulagi ef óskað er eftir því. Opnunartími er breytilegur eftir árstíð en gera má ráð fyrir að vinnutími sé að staðaldri frá 8 – 16. Sjá má nánari upplýsingar um opnunartíma á vefsíðu sveitarfélagsins, en hann kann að taka breytingum.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst, eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður vaktstjóra er íþrótta- og tómstundafulltrúi Mýrdalhrepps.
Helstu verkefni
Hæfnikröfur
Þekking á vaktaáætlana – og viðverukerfum er kostur, sem og reynsla af þjónustustörfum og leiðtogastarfi.
Vakstjóri þarf að geta staðist þolpróf sundlaugarvarða og sækir námskeið eftir þörfum allt eftir því sem starfið gerir kröfu um.
Launakjör eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Suðurlands.
Umsóknarfrestur er til og með 25. mars 2025. Umsóknum skal skilað á netfangið tomstund@vik.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 17 í Vík. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.
Nánari upplýsingar veittar í síma 487-1210 eða í tölvupósti á tomstund@vik.is
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Við hvetjum áhugasama, óháð kyni, til að sækja um starfið.