Slæmar vestan áttir í vetur höfðu mikil áhrif til sandflutninga úr fjörunni og bjuggu til rof á nokkrum stöðum. Þrátt fyrir að nú sé komið langt inní vorið þá erum við ekki komin fyrir vind. Þegar fara saman há sjávarstaða og há ölduhæð eins og staðan var í morgun og verður í kvöld, má gera ráð fyrir miklum ágangi sjávar. Sjór flæddi snemma í morgun vel inná land austan megin við vestari sandfangarann. Eins er staðan orðin alvarleg þar sem sjórinn heldur áfram að nálgast hesthúsin austan við Vík, sjór er farinn að ganga þar upp á rofarbörðin og valda enn frekar tjóni. Það er aðeins tímaspursmál hvenær sjórinn nær til þeirra. Við höfum áður og oftar en einu sinni bent Vegagerðinni á þessa þróun án þess að brugðist hafi verið við af þeirra hálfu. Í morgun átti ég aftur samtal við forstöðumann Hafnardeildar Vegagerðarinnar þar sem ég ítrekaði fyrri óskir okkar um tafarlausar aðgerðir. Fyrir liggur að hækka á varnargarðinn á milli sandfangaranna og vinna við þriðja sandafangarann er hafin en í okkar huga þarf að grípa til tafaralausra aðgerða til að verja hesthúsin og það kom skýrt fram í samtali okkar sem ég hef fylgt eftir með tölvupósti. -Sveitarstjóri