Góð kosningaþátttaka var í nýliðnum sveitarstjórnarkosningum í Mýrdalshreppi. Samkvæmt skýrslu kjörstjórnar er tala kjósenda á kjörskrá 499 og greidd atkvæði 370 sem gerir 74,1% kjörsókn. Atkvæði féllu þannig A- listi Allra hlaut 169 atkvæði (46,7%) og tvo menn kjörna, B-listi Framsókn og óháðir hlaut 193 atkvæði (53,3%) og 3 menn kjörna. Meira en helmingur íbúa í sveitarfélaginu er af erlendu bergi brotin og með nýju kosningalögunum gafst 211 manns úr þeim hópi tækifæri til að kjósa sem þeir virðast margir hverjir hafa nýtt sér. Frambjóðendur stóðu vel að því að kynna stefnumál sín fyrir kjósendum bæði á íslensku og ensku og buðu jafnvel til kynningarfundar á ensku sem mæltist vel fyrir . Það er geinilegt að íbúar Mýrdalshrepps láta sig málefni sveitarfélagsins varða og vilja hafa áhrif.
Sveitarstjórn Mýrdalshrepps 2022-2026
Björn Þór Ólafsson (B)
Anna Huld Óskarsdóttir (A)
Drífa Bjarnadóttir (B)
Jón Ómar Finnsson (A)
Einar Freyr Einarsson (B)
Einar Freyr Einarsson tekur við starfi sveitarstjóra 1. ágúst 2022.