Mýrdalshreppur í samstarfi við Landgræðslu ríkisins óskar efti gömlum heyrúllum.
Í uppræðsluáætlun sem Landgræðslan hefur lagt til felst að borinn verður áburður á sjávarkamb vestan frá fjalli austur að Kötlugarði strax og gróður vaknar að vori og svo farið aftur yfir fyrripart sumars júní / júli. Verði áburður afgangs af áætluðu magni væri æskilegt að fara með hann austur fyrir garð.
Sáð verður í c.a 1 ha í vesturfjöru, setja þarf upp 150 til 200 metra af sandgirðingum á milli áningarstaða/ bílastæða vestast í fjörunni.
Á vestursvæði þarf að loka bílastæði miðsvæðis, girða utan um aðgerðasvæði og koma upp merkingum til að stýra ferðum fólks og hesta. Girðing verður um 1300 metra löng sennilega líklega boraðir tréstaurar þræddir með 12- 15 mm línu eins og víða afmarkar ferðamannastaði. Afmarkaða svæðið yrði um 6 ha.
Finna þarf a.m.k 300 heyrúllur til að raða vestur af vestari sandfangara til að stoppa sandrennsli upp úr fjörunni. Þetta er liður í uppgræðsluáætlun í Víkurfjöru til að spyrna við því mikla sandfoki sem hefur í þrígang gegnið yfir þéttbýlið í Vík. Þeir sem eru aflögufærir um gamlar heyrúllur sem mögulega liggja undir skemmdum mega hafa samband við Mýrdalshrepp í síma 487-1210 eða senda tölvupóst á sveitarstjori@vik.is.