Rekstur Mýrdalshrepps betri en gert var ráð fyrir.

Á fundi sveitarstórnar þann 14. maí sl var ársreikningur Mýrdalshrepps tekinn til síðari umræðu.

Ársreikningurinn er settur fram samkvæmt reikningsskilum sveitarfélaga. Starfseminni er skipt upp í tvo hluta, A-hluta annars vegar og B-hluta hins vegar. Til A-hluta telst starfsemi sem að hluta eða öllu leyti er fjármögnuð með skatttekjum en í B-hluta eru fyrirtæki sem eru í eigu sveitarfélagsins og eru rekin sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 787,7 millj. kr. í A og B hluta, þar af námu rekstrartekjur A hluta 748,0 millj. kr. Afskriftir námu 117,2 millj. kr. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 49,2 millj. kr. en í A hluta var rekstrarniðurstaða jákvæð um 91,2 millj.kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2020 nam 932,2 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi en  eigið fé A hluta nam 1.077,3 millj.

Í upphafi árs var útlitið ekki bjart atvinnuleysi í sveitarfélaginu dansað í kringum 40% og útlit fyrir að samdráttur í tekjum sveitarfélagins yrði um 30%. Viðspyrnu aðgerðir stjórnvalda hafa þó haft þau áhrif að samdráttur í tekjum varð minni en ætlað var og greiðslur úr jöfnunarsjóði voru hærri en reiknað var með.

Sveitarstjórn ákvað strax í upphafi faraldursins að fara í viðspyrnu aðgerðir og halda öllum áætlunum um framkvæmdir óbreyttum en reyna að draga úr öðrum rekstarkostnaði án þess þó að það hafi komið niður á þjónustu sveitarfélagsins. Niðurstaða ársreiknings er góð og þá sérstaklega í ljósi þeirra stöðu sem hefur verið uppi sl ár.

Sveitarstjórn staðfesti með undirritun sinni ársreikninginn og þakkaði sveitarstjóra, forstöðumönnum og öðru starfsfólki sveitarfélagsins fyrir sinn þátt í góðum rekstri sveitarfélagsins og að hafa staðið vörð um

grunnþjónustu á afar krefjandi tímum.

Hægt er að nálgast ársreikninginn hér.