25 nóvember var alþjóðlegur baráttudagur gegn ofbeldi gagnvart konum og stúlkum, sem jafnframt er dagur Soroptimista.
Markmiðið er að vekja athygli á vandamálinu sem felst í líkamlegu, andlegu og kynferðislegu ofbeldi og mismunum gegn konum og stúlkum sem er víðtækt og alvarlegt brot á grundvallarmannréttindum manna.
Þann dag hófst 16 daga alþjóðlegt átak gegn kynbundnu ofbeldi. Í ár fjallar það sérstaklega um málefni stafræns ofbeldis. Átakinu lýkur 10. desember á hinum alþjóðlega mannréttindadegi.
Litur átaksins er roðagyllti liturinn sem táknar bjartari framtíð án ofbeldis gegn konum og stúlkum.
Í tilefni átaksins hefur sveitarfélagið Mýrdalshreppur flaggað appelsínugulum fána.