Eins og áður hefur verið kynnt þá fékk Mýrdalshreppur styrk til að setja upp söguslóð (Cultural Walk) innan Víkur. Markmið verkefnisins er að kynna gestum sögu Víkur og hvetja til þess að þeir fari fótgangandi um bæinn. Hluti af þessu verkefni er að setja upp falleg sorpskýli á áningarstöðum við fjörunna sem falla vel inní umhverfið. Marek Rutkowski starfsmaður áhaldahússins sá um smíði húsanna.