Stuðningsfulltrúi óskast nú þegar við Víkurskóla

Stuðningsfulltrúi óskast nú þegar við Víkurskóla

Víkurskóli Vík í Mýrdal auglýsir eftirfarandi stöðu lausa til umsóknar:

100% staða stuðningsfulltrúa er laus til umsóknar, staðan er tímabundin með möguleika á framlengingu.

Um er að ræða stuðning inn í bekki, Dægradvöl Víkurskóla og önnur störf sem viðkomandi eru falin. Reynsla af vinnu með börnum er kostur. Lögð er áhersla á að umsækjandi sé sveigjanlegur og hafi góða samskiptahæfni og vilja til að taka þátt í samstarfi og teymisvinnu. Íslenskukunnátta er nauðsynleg. Staðan er laus nú þegar.

Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar 2025 Umsóknir ásamt gögnum um menntun og fyrri störf skulu sendast á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is

Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 4871242 / 7761320, sjá jafnframt heimasíðu skólans www.vikurskoli.is