Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) hlaut Fyrirmyndarbikarinnar eftirsótta við slit Unglingalandsmóts UMFÍ sem fram fór á Selfossi um verslunarmannahelgina. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá félögum USVS þegar Jóhann Steinar Ingimundarson, formaður UMFÍ, tilkynnti hver hlyti bikarinn.
Til hamingju með frábæran árangur USVS!
Bikarinn er alltaf afhentur þeim gestum mótsins úr röðum sambandsaðila UMFÍ sem sýna prúðmennsku og eru til fyrirmyndar í einu og öllu á mótinu. Sérstaklega margir þátttakendur voru frá USVS á mótinu og klæddir vel merktum treyjum svo ekki var hjá því komist hvaðan þeir voru.
Um þúsund þátttakendur á aldrinum 11-18 ára voru á mótinu með fjölskyldum sínum og því á bilinu 4-5000 manns á mótinu yfir helgina. Mótsgestir voru til fyrirmyndar og urðu engin vandkvæði.
Nánári upplýsingar um Unglingalandsmót UMFÍ á Selfossi sem var haldið um verslunarmannahelgina má finna hér