Álagningarseðlar vegna fasteignagjalda 2024 eru nú aðgengilegir á island.is
Fasteignaeigendur geta nálgast álagningarseðilinn á www.island.is með því að skrá sig inn, annaðhvort með rafrænum skilríkjum eða Íslykli. Íslykil mál nálgast á www.islykill.is.
Álagning og innheimta sorpgjalda
Á álagningarseðli fyrir árið 2024 eru ekki sorpjöld innheimt þar sem ekki er búið að klára dreifingu og skráningu á tunnum og tunnufjölda. Sorpgjöld verða lögð á síðar á árinu þegar þjónustuaðili sveitarfélagsins hefur lokið við að dreifa og skrá tunnur á staðföng.
Við viljum biðja eigendur fasteigna að skoða álagningarseðla vel og gera athugasemdir sem fyrst.
Gott er að skoða hvort gjaldendur séu rétt skráðir. Gjaldskrá Mýrdalshrepps má sjá hér.
Hægt er að hafa samband við þjónustuver í síma 487-1210 eða senda tölvupóst á netfangið myrdalshreppur@vik.is