Tilkynning vegna sorpgjalda

Eins og fram kom í tilkynningu á vefsíðu Mýrdalshrepps þann 2. febrúar sl. þá var álagningu sorpgjalda frestað vegna tafa við dreifingu og skráningu sorpíláta.

Vegna þess að dreifing og skráning íláta tafðist lengur en vonir stóðu til þá ákvað sveitarstjórn að breyta fyrirkomulagi álagningar.

Samþykkt var að innheimta gjalda vegna meðhöndlunar úrgangs á árinu 2024 verði með þeim hætti að lagðar séu 75.000 kr. á íbúðarhús og 35.000 kr. á frístundahús.
Ástæða breytingarinnar er sú að ekki hefur verið hægt að leggja á eftir áætluðu fyrirkomulagi sem miðaði við ákveðið gjald á hverja tunnu. Dreifing á ílátum átti sér ekki stað eins og gert var ráð fyrir og fjöldi íláta við hverja íbúð lá ekki fyrir. Til að gæta sanngirni var því samþykkt að gjaldið verði lækkað frá því sem stefnt hafði verið að þar sem ekki er hægt að tryggja að öllum hafi borist ílát.

Beðist er velvirðingar á töfum við álagninguna en stefnt er að því að innheimt verði með breyttu fyrirkomulagi á næsta ári 2025.