Tón-klúbbur nr. 10

Tónskóli Mýrdalshrepps þetta skólaár stendur fyrir skemmtilegum viðburðum sem heitir Tón-Klúbbur.
 
Næsta miðvikudag, 26. febrúar kl.19:30 í Leikskálum verður tíundi Tón-Klúbbur, gestur okkar verða Ragna Björg, söngkona.
 
Söngferill Rögnu Bjargar hófst í skólakórnum í Víkurskóla þegar hún var aðeins í 1. bekk. Rödd hennar og hæfileikar hafa síðan þá opnað dyr að stórum tækifærum og mun Ragna Björg fara yfir fjölbreyttan tónlistarferil sinn og deila sögum af þeim verkefnum sem hún hefur tekið þátt í. Eftir að hún flutti frá Vík hefur Ragna Björg starfað sem söngkona í hljómsveitum, dúettum litlum og stórum verkefnum ásamt því að hún er enn virkur meðlimur í kór. Á síðasta ári tók hún þátt í Eurovision-keppninni í Malmö þar sem hún upplifði draum sinn að standa á stærsta sviði heims.
 
Verið hjartanlega velkomin!