Foreldrar eru hvattir til að athuga rétt sinn in á island.is ef niðurstaða reynist jákvæð senda þá inn umsókn ásamt fylgigögnum til Félagsþjónustu Rangárvalla og Vestur- Skaftafellssýslu. Við minnum á að umsóknarfrestur er til 31. júlí 2021. Miða skal við að íþrótta- og tómstundaiðkunin fari fram á skólaárinu 2020-2021. Með framlengdum umsóknarfresti er hægt að sækja um fyrir sumarið 2021.
Til að sækja um styrkinn þarf að hafa samband við Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu, það er hægt að gera þa þrenna vegu:
Umsóknareyðublað vegna frístunda- og tómstundastyrk
Með styrkumsókn þarf að fylgja útprentuð staðfesting frá island.is (má einnig vista og senda rafrænt í tölvupósti með umsókninni) um að viðkomandi eigi rétt á styrknum og einnig þarf að fylgja staðfesting á útlögðum kostnaði vegna íþrótta- og tómstundastarfs barns/barna í fjölskyldunni.
Ef vafi leikur á hvort ákveðið íþrótta- og tómstundastarf sé styrkhæft er hægt að fá leiðbeiningar sbr. leiðirnar hér að ofan.
Einungis er hægt að sækja um styrk vegna þátttöku í íþrótta- eða tómstundastarfi, ekki til kaupa á íþróttavörum, búnaði eða öðru þess háttar. Einungis er styrk vegna barna á aldrinum 6-16 ára fædd á árunum 2005 til 2014, þ.e. á grunnskólaaldri.
Starfsmenn Félagsþjónustu Rangárvalla- og Vestur- Skaftafellssýslu agreiða umsóknir sem berast og svara umsækjendum að því loknu eða innan mánaðar frá því að öll gögn liggja fyrir. Ef viðkomandi fær synjun á umsókn sína frá starfsmönnum félagsþjónustunnar eða er ósáttur við niðurstöðu málsins getur hann skotið málinu til Félagsmálanefndar Rangárvalla- og Vestur- Skaftfellssýslu sem fjallar þá um málið. Erindi þess eðlis skal sent skriflega ásamt rökstuðningi umsækjanda til:
Félagsþjónusta Rangárvalla- og Vestur- Skaftfellssýslu
Suðurlandsveg 1-3
860 Hella