Söngvakeppnin USSS 2023 var haldin síðastliðinn föstudag í Íþróttahúsinu á Hellu. Félagsmiðstöðin OZ lét sig ekki vanta og mættu 14 unglingar ásamt tveimur starfsmönnum.
Í ár söng Dalrós Guðnadóttir fyrir félagsmiðstöðina OZ, lagið: Hjá þér með Sálinni hans Jóns míns og stóð sig frábærlega.
Þau atriði sem komust áfram á Söngvakeppni Samfés helgina 5-6 maí voru félagsmiðstöðvarnar: Skjálftaskjól frá Hveragerði, Zetor frá Laugarvatni og Þrykkja frá Höfn.
Eftir söngvakeppnina stóð hljómsveitin SUNNAN 6 stóð fyrir balli til 23:00.
Kristín Ómarsdóttir, æskulýðs- og tómstundafulltrúi