Íbúum Mýrdalshrepps er góðfúslega bent á að snyrta þarf trjágróður á lóðamörkum. Trjágróður sem vex út fyrir lóðamörk getur skapað óþægindi fyrirgangandi vegfarendur og byrgt akandi vegfarendum sýn. Eftirfarandi þarf aðhafa í huga vegna trjágróðurs á lóðarmörkum:
Með vísan til byggingarreglugerðar nr. 112/2012, gr. 7.2.2. ber lóðarhafa/garðeiganda að halda vexti trjáa eða runna innan lóðarmarka. Þar segir:
Sinni hann því ekki og þar sem vötur trjáa eða runna fer út fyrir lóðarmörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðarhafa að undangenginni aðvörun.
Garðeigendum er bent á að settur hefur verið gámur fyrir garðúrgang fyrir utan Gámavellina en bæjarbúar eru góðfúslega beðnir um að fara með garðúrgang í fjöruborðið við Vegagerðina eigi þeir þess nokkurn kost. Vegurinn uppá garðinum hefur verið lagfærður og er nú fær öllum bílum. Þannig sláum við tvær flugur í einu höggi, fækkum kolefnissporunum og heftum sandfok.