Skipulags- og umhverfisráð

30. fundur 11. apríl 2025 kl. 09:00 - 09:51 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Magnús Örn Sigurjónsson Formaður
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Óðinn Gíslason
  • Ólafur Ögmundsson Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2

2503003F

Lögð fram til kynningar.

2.Bryggja við Alviðruhamra

2504005

Lögð fram umsagnarbeiðni frá Skipulagsstofnun um umhverfismatsskýrslu vegna bryggju við Alviðruhamra og drög að umsögn.

https://skipulagsgatt.is/issues/2025/307
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti drög að umsögn við matsskýrsluna.

3.DSK Kaldrananes

2409007

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Kaldrananes (163046 og 163159).
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.DSK Höfðabrekka (Hótel Katla)

2406004

Lögð er fram tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir Höfðabrekku.
Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.DSK Geirsholt og Þórisholt land

2210010

Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi fyrir Geirsholt og Þórisholt land eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagstofnunar.
Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og samþykkir deiliskipulagið.
Skipulagsfulltrúa er falið að ljúka málinu.

6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Austurvegur 8 - Flokkur 2

2503003

Óskað er eftir heimild til þess að breyta geymslu (mhl. 02) í íbúð skv. meðfylgjandi gögnum. Eftirfarandi bókun var gerð á 2. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa:

Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.

Samþykkt
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

7.Sunnubraut 14-16 - skilti

2503008

Marek Rutkowski f.h. Þrjónastofan Katla ehf. sækir um leyfi til að setja upp skilti að Sunnubraut 14-16, í samræmi við framlögð gögn.
Ráðið mælist til þess að skilti eða merkingar verði færð frá götu að húsinu eða sett upp á húsvegg.

8.Austurvegur 16 - skilti

2504004

Jón Gunnar Sigurðsson f.h. Olís ehf. sækir um leyfi til að setja upp skilti að Austurvegur 16, í samræmi við framlögð gögn.
Ráðið getur ekki samþykkt umsóknina og telur að uppsetning á háum ljósaskiltum við þjóðveginn muni hafa neikvæð áhrif á heildarmynd svæðisins.
Fylgiskjöl:

9.Prestshús 2 - Umsókn um stöðuleyfi

2503005

Einar Kristínn Stefánsson sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðum í samræmi við framlagð gögn.
Ráðið hafnar útgáfu stöðuleyfis að svo stöddu. Sveitarfélagið hefur til þessa gefið út stöðuleyfi fyrir vinnubúðir fyrir samþykktar framkvæmdir og eru þá í tengslum við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfa.
Fylgiskjöl:

Fundi slitið - kl. 09:51.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir