Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2Afgreiðslu málsins var vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Í bókun nefndarinnar, dags. 14.03.2025, kemur eftirfarandi fram: Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem hagsmunir nágranna skerðist að engu. Byggingaráform eru samþykkt.
Lögð er fram til samþykktar tillaga að deiliskipulagi fyrir Geirsholt og Þórisholt land eftir að brugðist hefur verið við athugasemdum Skipulagstofnunar.
Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og samþykkir deiliskipulagið.
Skipulagsfulltrúa er falið að ljúka málinu.
6.Umsókn um byggingarheimild eða -leyfi - Austurvegur 8 - Flokkur 2
2503003
Óskað er eftir heimild til þess að breyta geymslu (mhl. 02) í íbúð skv. meðfylgjandi gögnum. Eftirfarandi bókun var gerð á 2. afgreiðslufundi byggingarfulltrúa:
Afgreiðslu málsins er frestað og vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.
Samþykkt
Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Einar Kristínn Stefánsson sækir um stöðuleyfi fyrir vinnubúðum í samræmi við framlagð gögn.
Ráðið hafnar útgáfu stöðuleyfis að svo stöddu. Sveitarfélagið hefur til þessa gefið út stöðuleyfi fyrir vinnubúðir fyrir samþykktar framkvæmdir og eru þá í tengslum við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfa.