Auglýst eftir sumarstarfsfólki við íþróttamiðstöðina í Vík

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

Mýrdalshreppur auglýsir eftir sumarstarfsfólki við íþróttamiðstöðina í Vík.

Um er að ræða 100% starf þar sem unnið er á vöktum á tímabilinu frá maí til ágúst 2024. Opnunartími er breytilegur og má sjá nánari upplýsingar á vefsíðu sveitarfélagsins, en hann kann að taka breytingum.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf frá í byrjun maí/júní eða eftir samkomulagi. Næsti yfirmaður er æskulýðs- og tómstundafulltrúi Mýrdalshrepps.

Helstu verkefni

  • Afgreiðsla og sundlaugarvarsla
  • Þjónusta við viðskiptavini
  • Almenn þrif og annað sem til fellur
  • Reglubundið eftirlit með öryggiskerfum og sundlaugarbúnaði
  • Eftirlit og eftirfylgni með ásýnd og útliti vinnustaðar

 

Hæfnikröfur

  • Umsækjandi þarf að vera orðinn 18 ára
  • Framúrskarandi þjónustulund.
  • Framúrskarandi samskiptafærni og sveigjanleiki.
  • Snyrtimennska
  • Góð íslensku- og enskukunnátta.
  • Sjálfstæð vinnubrögð.
  • Hreint sakavottorð.
  • Viðkomandi þarf að standast námskeið í björgun og skyndihjálp og sundpróf fyrir laugaverði.


Allir umsækjendur þurfa að gefa leyfir fyrir að upplýsingar um þá sé aflað úr sakaskrá, sbr. 3.-4.mgr. 10.gr.laga nr.70/2007 og uppfylla þau skilyrði sem koma fram í 2.mgr.10.gr sömu laga.

Launakjör eru skv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Verkalýðsfélags Suðurlands.

Umsóknarfrestur er til og með 3.apríl 2024. Umsóknum skal skilað á netfangið myrdalshreppur@vik.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins að Austurvegi 17 í Vík. Með umsókn skal fylgja ferilskrá.

Nánari upplýsingar veitir Kristín Ómarsdóttir Æskulýðs- og tómstundafulltrúi í síma 487-1210 eða í tölvupósti á tomstund@vik.is

Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.

Við hvetjum áhugasama, óháð kyni, til að sækja um starfið.