Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.
Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.
Leikskólinn Mánaland óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður:
Leitað er að einstaklingum sem hafa áhuga á að ganga til liðs við hóp faglegs starfsfólks, taka þátt í að þróa starfið ásamt því að vera hluti af samfélaginu. Við hugsum stórt og erum flutt inn í nýtt og glæsilegt leikskólahúsnæði á Ránarbraut 17.
Leikskólinn Mánaland er heilsueflandi leikskóli staðsettur í Vík í Mýrdal. Lögð er áhersla á holla og góða næringu auk góðrar almennrar lýðheilsu. Mánaland er fjölmenningarlegur leikskóli og teljum við að öll börn geti notið sín á sínum forsendum. Styrkleiki leikskólans felst í fjölbreytni; það er í lagi að vera ólíkur öðrum. Við leikum, lærum og eigum samskipti án fordóma. Lögð er áhersla á að efla samvinnu og samkennd í barnahópnum auk þess að byggja upp jákvæða sjálfsmynd allra barna þannig að þau geti sýnt styrkleika sína og þekkingu.
Sveitarstjórn samþykkti nýlega breytingar í leikskólaþjónustu með það að markmiði að bæta enn frekar náms- og starfsumhverfi leikskólans þannig að tryggja megi stöðugleika í starfinu, farsæld barna og velferð og vellíðan starfsfólks ásamt því að gera starfsumhverfi leikskólans aðlaðandi. Breytingarnar sem voru innleiddar í haust eru meðal annars að hámarksvistunartími barna verði 36 klst. á viku, tveir skráningardagar verða innleiddir vegna foreldraviðtala, vinnustytting starfsfólks verður tekin út með lokun skólans, fjórir dagar verða sérstaklega skilgreindir vegna undirbúnings leikskólastarfs og sex starfsdagar á ári.
Aðstoðarleikskólastjóri (40% starf):
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur
Deildarstjóri (2x 100% störf, annað á miðstigi og hitt á eldri deild):
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur
Leiðbeinandi með stuðning (70% starf, tímabundið til loka yfirstandandi skólaárs)
Helstu verkefni og ábyrgð:
Menntunar- og hæfniskröfur:
Við bjóðum upp á:
Um framtíðarstörf er að ræða og er æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 10. janúar 2025. Umsókn ásamt ferilskrá óskast skilað í tölvupósti á netfangið leikskolastjori@manaland.is
Allir einstaklingar sem ráðnir eru til starfa á Mánalandi þurfa að gefa heimild til upplýsingaröflunar úr sakaskrá.
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Tekið verður mið af jafnréttisstefnu Mýrdalshrepps við ráðningu í starfið. Áhugasamir einstaklingar, óháð kynþætti, þjóðernisupprunna, trú, lífsskoðun, fötlun, skertri starfsgetu, aldri, kynhneigð, kynvitund, kyneinkennum eða kyntjáningu, eru hvattir til að sækja um. Karlmenn og kynsegin eru sérstaklega hvött til að sækja um í ljósi ríkjandi kynjahlutfalls innan leikskólans, sbr. 19. gr. laga um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, nr. 150/2020.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Erla Jóhannsdóttir leikskólastjóri í tölvupósti leikskolastjori@manaland.is