Laus störf við Víkurskóla, skólaárið 2025-26

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

Laus störf við Víkurskóla, Vík í Mýrdal skólaárið 2025-26

Eftirfarandi stöður eru lausar til umsóknar

Staða þroskaþjálfa eða einstaklings með sambærilega menntun í 100% starf


Helstu verkefni og ábyrgð:

  • Utanumhald með þjálfun, skráningu, og endurmati nemenda
  • Vinna við einstaklingsnámskrár og námsmat
  • Samstarf við fagaðila innan sem utan skólans og foreldra/forráðamenn
  • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, s.s. þroskaþjálfa-, atferlisþjálfunarmenntun, kennaramenntun eða önnur sambærileg menntun
  • Reynsla af sambærilegu starfi er kostur
  • Áhugi á að starfa með börnum og ungmennum
  • Framúrskarandi samskipta- og samstarfshæfni
  • Skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í starfi
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Þroskaþjálfafélagi Íslands.

Stöður grunnskólakennara, starfshlutfall 60-100%

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Annast kennslu samkvæmt megin markmiðum Aðalnámskrá grunnskólanna með hliðsjón af þörfum og þroska nemenda
  • Að vinna við námsmat í Mentor, nemendaskrár og aðrar nauðsynlegar skýrslur.
  • Að hafa hagsmuni nemenda að leiðarljósi og sýna hverjum og einum virðingu, áhuga og umhyggju.
  • Starfar með kennurum og öðrum sérfræðingum og veita upplýsingar um námsgengi einstakra nemenda.
  • Þátttaka í skólaþróun í samræmi við stefnu skólans og sveitarfélagsins.

Menntun og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi
  • Skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í starfi
  • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum

 

Staða kennara fyrir nemendur með íslensku sem annað tungumál – ÍSAT

Um er að ræða allt að 60% starfshlutfall en möguleiki á 100% stöðu með kennslu annarra námsgreina

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Vinnur að uppeldi og menntun barna samkvæmt aðalnámskrá
  • Vinnur að mótttökuáætlun skólans og stefnumótun ÍSAT kennslu
  • Vinnur samkvæmt viðmiðum um kennslu nemenda með íslensku sem annað tungumál ÍSAT
  • Ráðgjöf til kennara og foreldra varðandi nám og kennslu
  • Aðlögun á námsefni fyrir nemendur

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leyfisbréf til að nota starfsheitið kennari
  • Íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum
  • Reynsla og áhugi á kennslu barna með íslensku sem annað tungumál
  • Samskipta- og samstarfshæfni
  • Frumkvæði og faglegur metnaður
  • Ábyrgð í starfi og stundvísi
  • Skipulagshæfileikar og sveigjanleiki í starfi
  • Áhugi á að taka þátt í teymisstarfi og umbótaverkefnum

Launakjör eru samkvæmt samningi LN og KÍ

Staða umsjónarmanns Dægradvalar Víkurskóla

Um er að ræða 50% starf en möguleiki á 50% starfi stuðningsfulltrúa samhliða

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfsmaður sér um og ber ábyrgð á skipulagi daglegs starfs Dægradvalar í samráði við aðra starfsmenn og stjórnendur
  • Kappkostar að eiga gott samstarf og samskipti við þjónustunotendur og fjölskyldur þeirra

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Menntun sem nýtist í starfi
  • Reynsla af starfi með börnum æskileg
  • Góð íslenskukunnátta á stigi C1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum.
  • Frumkvæði og faglegur metnaður í starfi
  • Jákvæðni og sveiganleiki er nauðsynlegur eiginleiki

 

Launakjör eru samkvæmt samningi LN og og viðkomandi stéttarfélags

Ofangreindar stöður eru lausar frá 1. ágúst 2025

Umsóknarfrestur er til og með 28. apríl 2025

Umsóknum skal fylgja greinagott yfirlit yfir nám og störf, leyfisbréf til kennslu ef við á, ábendingar um meðmælendur sem og almennt kynningarbréf um viðkomandi á netfangið vikurskoli@vikurskoli.is

Nánari upplýsingar veitir Elín Einarsdóttir skólastjóri í síma 4871242 /7761320, jafnframt heimasíða skólans www.vikurskoli.is

Í Víkurskóla er leitast við að búa nemendum hvetjandi námsumhverfi. Áhersla er lögð á samstarf kennara og annarra starfsmanna um fjölbreytta kennsluhætti. Víkurskóli er heilsueflandi skóli og vinnur í anda Uppbyggingarstefnunnar, Uppeldis til ábyrgðar. Víkurskóli er jafnframt einn af jarðvangsskólum Kötlu Geopark. Lögð er áhersla á samvinnu og sameiginlega ábyrgð starfsmanna á verkefnum skólans. Skólinn hefur um árabil tekið þátt í fjölþjóðlegu samstarfi í gegnum Erasmus+.