Laust starf laugarvarðar

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

Við leitum að laugarverði.

Íþróttamiðstöðin í Vík leitar að laugarverði í 100% starfshlutfall frá og með miðjum janúar 2025 til lok nóvember 2025. Um er að ræða vaktavinnu og vinnu aðra hvora helgi.

Dagleg verkefni í starfinu lúta meðal annars að afgreiðslu, þjónustu við gesti, símsvörun, upplýsingamiðlun, þrifum, sundlaugargæslu, baðvörslu og öðrum verkefnum sem snúa að uppgjöri.

Ábyrgð starfsmanns eru meðal annars góð þjónustulund, jákvæðni og færni í samskiptum við gesti og samstarfsfólk. Snyrtimennska, stundvísi og hreinlæti eru nauðsynleg. Enskukunátta er mikilvæg og íslenskukunnátta er mikill kostur sem og reynsla af laugarvörslu.

Umsækjandi þarf að standast hæfnispróf í Sundi og björgun og sitja skyndihjálparnámskeið.

Starfið er laust til umsóknar frá 10.12.24 og til 10.01.25.

Umsóknir skulu sendar á tomstund@vik.is. Meðfylgjandi skal vera ferilskrá og stutt kynningarbréf.