Laust starf við Tónskóla Mýrdalshrepps

Samkvæmt mannauðsstefnu Mýrdalshrepps ber að auglýsa allar fastráðningar hjá Mýrdalshreppi.

Öllum umsóknum um auglýst starf er svarað þegar ráðningu er lokið.

Rytmískur söngkennari

Rytmískur söngkennari óskast í Tónskóla Mýrdalshrepps, Vík í Mýrdal.

Einkunnaorð Tónskólans Mýrdalshrepps er Tónlist, Gleði og Sjálftraust.

Við leitum eftir söngkennara í rytmískri söngdeild. Um 20-25% starfshlutfall er að ræða.

Menntunar- og hæfniskröfur

Háskólapróf í rytmískri söngkennslu eða söng og/eða námskeið í rytmískri söngtækni auk að lágmarki framhaldsprófs í rytmískum söng, ásamt reynslu í rytmískri söngkennslu.

Góð færni í samvinnu og samskiptum

Faglegur metnaður og áhugi á sköpun, starfsþróun og fjölbreytni í skólastarfi.

Góð íslenskukunnátta

Umsóknarfrestur er til og með 5.ágúst 2024.

Umsóknir skulu innihalda starfsferilsskrá og kynningarbréf sem greinir frá reynslu, menntun og fyrri störfum ásamt rökstuðningi fyrir hæfni í starfið. Nánari upplýsingar um starfið veitir Alexandra Chernyshova, tónskólastjóri í síma 8945254, eða með tölvupósti á tonskoli@vik.is. Um framtíðarstarf er að ræða. Öllum umsóknum verður svarað. Laun eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og FÍH við launanefnd Sambands ísl. sveitarfélaga. Ráðið er í öll störf óháð kyni.