Fréttir

Dreymir þig um að flytja úr borg í bæ?

Þar sem vegalengdir eru stuttar og meiri tími með fjölskyldunni. Mýrdalshreppur er vaxandi tæplega 800 manna sveitarfélag á syðstu strönd Íslands. Síðastliðin ÞRJÚ ár hefur ÍBÚAFJÖLGUN á landinu verið hvað mest í Mýrdalshreppi á landsvísu. Í þéttbýliskjarnanum Vík er öll almenn þjónusta svo sem leik-, grunn- og tónskóli, heilsugæsla, dvalar- og HJÚKRUNARHEIMILI og góð aðstaða til íþróttaiðkunar. NÁTTÚRUFEGURÐ er rómuð í Vík og nágrenni og samgöngur greiðar allt árið. Sutt í góðar göngu- og hjólaleiðir, golfvöll og motocrossbraut og paradís fyrir ÚTIVISTARFÓLK. Ferðaþjónusta er öflug og vaxandi í sveitarfélaginu. Það er margt að gerast á svæðinu og er Vík því áhugaverður staður fyrir öflugt og dugmikið fólk.

Ný reglugerð um skólastarf

Staðnám getur hafist að nýju á öllum skólastigum eftir páskafrí með ákveðnum takmörkunum, í samræmi við tillögur sóttvarnalæknis.