Sveitarstjórn

665. fundur 16. maí 2024 kl. 09:30 - 11:45 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Anna Huld Óskarsdóttir
  • Jón Ómar Finnsson Nefndarmaður
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá
Lagt var til að máli 2209039 - Nýtt hjúkrunarheimili í Vík yrði bætt við dagskrá fundarins.
Samþykkt samhljóða.

1.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 18

2405002F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 18 Ráðið þakkar Nichole fyrir kynninguna. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að starfsreglur vegna sérkennslu í leikskólanum verði samþykktar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 18 Ráðið þakkar starfshópnum fyrir vinnuna og samantektina. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að tillögur starfshópsins verði samþykktar auk leikskóladagatals.
    Ráðið felur leikskólastjóra að samræma vistunarreglur leikskólans við tillögur starfshópsins og gera drög að innleiðingaráætlun. Uppfærðar vistunarreglur og lokadrög að gjaldskrá næsta skólaárs verði tekin fyrir á næsta fundi ráðsins.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 18 Ráðið þakkar Elínu fyrir kynninguna.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 18 Ráðið þakkar Alexöndru fyrir kynninguna.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 18 Ráðið þakkar Kristínu fyrir kynninguna. Ráðið þakkar Kristínu fyrir vel unnin störf og gott samstarf á starfstíma hennar hjá Mýrdalshreppi og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi. Bókun fundar Sveitarstjórn tekur undir bókun ráðsins og óskar Kristínu velfarnaðar í nýju starfi.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 18 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að auglýst verði starf lýðheilsufulltrúa á grundvelli framlagðrar auglýsingar. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.

2.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 18

2404003F

  • Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 18 Ráðið leggur til við sveitarstjórn að samið verði við Nichole um vinnuna á grundvelli framlagðrar tillögu. Rætt verður frekar á næsta fundi ráðsins hvort að verðlaunafé Landstólpans verði ráðstafað í fjárhagsáætlun verkefnið. - The council proposes to the local council that an agreement be made with Nichole about the work based on the submitted proposal. It will be further discussed at the next meeting of the council whether the Landstólpi prize money will be allocated to the budget of the project. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.

3.Skipulags- og umhverfisráð - 21

2405000F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir breytinguna og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að senda gögnin til Skipulagsstofnunar og ljúka málinu. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir fyrirliggjandi tillögu í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. sömu laga. Skipulagfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun skipulagstillöguna til yfirferðar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, áður en tillagan verður auglýst. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði leyfi skv. umsókninni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði leyfi skv. umsókninni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags- og umhverfisráð heimilar fyrir sitt leyti að veitt verði leyfi skv. umsókninni. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • 3.9 2405006 Lóðamörk
    Skipulags- og umhverfisráð - 21 Skipulags-og umhverfisráðs samþykkir fyrir sitt leyti framlögð lóðarblöð. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 21

4.Sunnubraut 18 - Umsókn um byggingarleyfi

2308023

Tekin fyrir umsókn um byggingarleyfi að Sunnubraut 18 að undangenginni grenndarkynningu.

Málið var kynnt næstu nágrönnum og bárust engan athugasemdir þar til fresturinn rann út.
DB og JÓF véku af fundi við afgreiðslu málsins.
Sveitarstjórn heimilar fyrir sitt leyti að gefið verði út byggingarleyfi.

5.Smiðjuvegur 22B - umsókn um lóð

2405003

Lögð fram umsókn frá YAW ehf. um lóðina Smiðjuvegur 22B.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina.

6.Ársreikningur 2023

2404015

Síðari umræða um ársreikning 2023.



Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu 1.387 millj. kr. samkvæmt ársreikningi fyrir A og B hluta, en þar af námu rekstrartekjur A hluta 1.320 millj. kr.

Álagningarhlutfall útsvars var 14,74% sem er lögbundið hámark. Álagningarhlutfall fasteignaskatts í A-flokki var 0,33% en lögbundið hámark þess er 0,50%. Í B-flokki nam álagningarhlutfallið 1,32% sem er lögbundið hámark þess og í Cflokki nam álagningarhlutfallið 1,65% sem er lögbundið hámark þess. auk heimildar sveitarstjórnar til að hækka

Rekstrarniðurstaða A og B hluta var jákvæð um 261 millj. kr. rekstrarniðurstaða A hluta var jákvæð um 304 millj. kr. samkvæmt rekstrarreikningi. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 1.709 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi fyrir A og B hluta; en eigið fé A hluta nam 1.916 millj. kr.
Sveitarstjórn staðfestir samhljóða ársreikning 2023 við síðari umræðu.
Sveitarstjórn færir sveitarstjóra og starfsfólki sveitarfélagsins þakkir fyrir sinn þátt í góðum rekstri sveitarfélagsins. Skrifstofustjóra og endurskoðendum eru einnig færðar þakkir fyrir undirbúnining endurskoðunar.

7.Gjaldskrá um meðhöndlun úrgangs

2402007

Lögð fram tillaga að endurskoðaðri gjaldskrá vegna meðhöndlunar úrgangs.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að innheimta gjalda vegna meðhöndlunar úrgangs á árinu 2024 verði með þeim hætti að lagðar séu 75.000 kr. á hvert heimili og 35.000 kr. á frístundahús.

8.Ræstingar stofnana sveitarfélagsins

2401025

Lögð fram drög að verksamningi um ræstingar í stofnunum sveitarfélagsins.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða framlögð drög að verksamningi og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun og útfæra kostnað í viðauka við fjárhagsáætlun.

9.Nýtt hjúkrunarheimili í Vík

2209039

Lögð fram tillaga vegna nýs hjúkrunarheimilis í Vík.
Sveitarstjórn samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að funda með ráðuneytinu um málið.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga

2302011

Lagt fram til kynningar.

11.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401022

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:45.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir