Sveitarstjórn

677. fundur 16. apríl 2025 kl. 09:00 - 12:30 Leikskálum
Nefndarmenn
  • Drífa Bjarnadóttir Nefndarmaður
  • Anna Huld Óskarsdóttir Nefndarmaður
  • Salóme Svandís Þórhildardóttir Nefndarmaður
    Aðalmaður: Jón Ómar Finnsson
  • Björn Þór Ólafsson oddviti
  • Páll Tómasson Nefndarmaður
Starfsmenn
  • George Frumuselu Skipulagsfulltrúi
  • Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Einar Freyr Elínarson Sveitarstjóri
Dagskrá

1.Skipulags- og umhverfisráð - 30

2504002F

  • Skipulags- og umhverfisráð - 30
  • Skipulags- og umhverfisráð - 30 Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti drög að umsögn við matsskýrsluna. Bókun fundar Sveitarstjórn samþykkir drög að umsögn með áorðnum breytingum þar sem eldri umsögn er tekin út.
  • 1.3 2409007 DSK Kaldrananes
    Skipulags- og umhverfisráð - 30 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 30 Skipulags-og umhverfisráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að kynna tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 30 Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og samþykkir deiliskipulagið.
    Skipulagsfulltrúa er falið að ljúka málinu.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 30 Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 30 Ráðið mælist til þess að skilti eða merkingar verði færð frá götu að húsinu eða sett upp á húsvegg. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 30 Ráðið getur ekki samþykkt umsóknina og telur að uppsetning á háum ljósaskiltum við þjóðveginn muni hafa neikvæð áhrif á heildarmynd svæðisins. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Skipulags- og umhverfisráð - 30 Ráðið hafnar útgáfu stöðuleyfis að svo stöddu. Sveitarfélagið hefur til þessa gefið út stöðuleyfi fyrir vinnubúðir fyrir samþykktar framkvæmdir og eru þá í tengslum við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfa. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.

2.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2

2503003F

3.Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 25

2504001F

4.Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 26

2504003F

  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 26 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal Víkurskóla 2025-2026. Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 26 Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir skýrsluna og óskar starfsfólki Mánalands til hamingju með miklar framfarir í skólastarfi Mánalands eins og niðurstöður Skólapúlsins gefa skýrt til kynna.
    Ráðið staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal Mánalands 2025-2026. Ráðið felur leikskólastjóra að kanna áhuga foreldra og viðhorf starfsfólks fyrir því að boðið verði upp á skráningardaga og/eða að auglýst verði daggæsluúrræði á lokunardögum leikskólans. Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar á reglum um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi.
    Bókun fundar Sveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 26 Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina.
  • Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 26 Ráðið býður Halldóru velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.

5.Áskorun frá Samherja, félagi eldri borgara í Mýrdalshreppi

2503006

Lögð fram áskorun frá Samherja, félagi eldri borgara í Mýrdalshreppi vegna nýs hjúkrunarheimilis.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Sveitarstjórn styðst við niðurstöður frumathugunar Framkvæmdasýslunnar sem leiddi í ljós að fyrirhuguð staðsetning á Sléttuvegi væri besti kostur. Um leið og aðstaða heimilis- og starfsfólks stórbatnar með nýju hjúkrunarheimili þá batnar einnig aðgengi að þjónustu í nágrenninu. Sveitarstjórn telur því ekki unnt að breyta fyrirhugaðri staðsetningu sem myndi einnig tefja málið að óþörfu.

6.Mýrdalshlaupið

2201024

Lögð fram drög að samstarfssamningi og beiðni um styrk.
Sveitarstjórn samþykkir umsóknina og felur sveitarstjóra að ganga frá samstarfssamningi.

7.Samstarfssamningur við USVS

2504006

Umfjöllun um gerð samstarfssamnings við Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitarstjórn tekur vel í að stefnt sé að því að efla starf USVS og felur sveitarstjóra frekari viðræður við Skaftárhrepp og USVS.

8.Trúnaðarmál

2504007

Afgreiðsla færð í trúnaðarmálabók.

9.Viljayfirlýsing vegna fjármögnunar á göngum um Reynisfjall

2503009

Lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Hornafjarðar við Summu rekstrarfélag um fjármögnun á göngum í gegnum Reynisfjall.
Sveitarstjórn samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.
Samþykkt: BÞÓ, DB og PT
AHÓ og SÞS sitja hjá við afgreiðslu málsins.

Bókun A-lista: Við teljum mikilvægt að fara í lagfæringar á núverandi þjóðvegi um Mýrdal og útgáfu framkvæmdaleyfis tengdum þeim. Vegagerð ríkisins gaf út á síðasta ári að jarðgöng um Reynisfjall væri ekki álitlegur kostur, því telja fulltrúar A-lista að okkur beri að beita okkur fyrir að úrbætur verði gerðar á núverandi vegi.

Bókun B-lista: Fulltrúar B-lista taka undir að mikilvægt sé að ráðast í lagfæringar á núverandi þjóðvegi en að það þurfi ekki að útiloka nýjan veg um Mýrdal.

10.Fundargerðir ungmennaráðs

2103031

Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs.
Sveitarstjórn þakkar fyrir ábendingar ungmennaráðs og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna frekar möguleika á vinnuskóla fyrir ungmenni.

12.Fundargerðir stjórnar SASS

2311016

Lögð fram til kynningar.

13.Fundargerðir heilbrigðisnefndar Suðurlands

2401022

Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar auk ársreiknings Heilbrigðiseftirlits Suðurlands fyrir árið 2024.

14.Fundargerðir stjórnar Bergrisans

2301004

Lagðar fram til kynningar fundargerðir og ársreikningur Bergrisans bs. fyrir árið 2024.

15.Fundargerðir stjórnar Arnardrangs

Fundi slitið - kl. 12:30.

Eldri fundargerðir

Einnig er hægt að nálgast eldri fundargerðir

>Sjá eldri fundargerðir