Skipulags- og umhverfisráð - 30Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti drög að umsögn við matsskýrsluna.Bókun fundarSveitarstjórn samþykkir drög að umsögn með áorðnum breytingum þar sem eldri umsögn er tekin út.
Skipulags- og umhverfisráð - 30Skipulags- og umhverfisráð telur að brugðist hafi verið við athugasemdum Skipulagsstofnunar og samþykkir deiliskipulagið. Skipulagsfulltrúa er falið að ljúka málinu.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 30Skipulags- og umhverfisráð felur skipulagsfulltrúa að setja málið í grenndarkynningu skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 30Ráðið mælist til þess að skilti eða merkingar verði færð frá götu að húsinu eða sett upp á húsvegg.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 30Ráðið getur ekki samþykkt umsóknina og telur að uppsetning á háum ljósaskiltum við þjóðveginn muni hafa neikvæð áhrif á heildarmynd svæðisins.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Skipulags- og umhverfisráð - 30Ráðið hafnar útgáfu stöðuleyfis að svo stöddu. Sveitarfélagið hefur til þessa gefið út stöðuleyfi fyrir vinnubúðir fyrir samþykktar framkvæmdir og eru þá í tengslum við útgáfu framkvæmda- eða byggingarleyfa.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 2Afgreiðslu málsins var vísað til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði. Í bókun nefndarinnar, dags. 14.03.2025, kemur eftirfarandi fram: Skipulags- og umhverfisráð samþykkir breytinguna á grundvelli 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga þar sem hagsmunir nágranna skerðist að engu. Byggingaráform eru samþykkt.
Enskumælandi ráð - English Speaking Council - 25Ráðið býður Halldóru velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins - The council welcomes Halldóra and looks forward to future collaboration
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 26Ráðið þakkar skólastjóra fyrir yfirferðina og staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal Víkurskóla 2025-2026.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 26Ráðið þakkar leikskólastjóra fyrir skýrsluna og óskar starfsfólki Mánalands til hamingju með miklar framfarir í skólastarfi Mánalands eins og niðurstöður Skólapúlsins gefa skýrt til kynna. Ráðið staðfestir fyrir sitt leyti skóladagatal Mánalands 2025-2026. Ráðið felur leikskólastjóra að kanna áhuga foreldra og viðhorf starfsfólks fyrir því að boðið verði upp á skráningardaga og/eða að auglýst verði daggæsluúrræði á lokunardögum leikskólans. Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti framlagðar breytingar á reglum um leikskólaþjónustu í Mýrdalshreppi.Bókun fundarSveitarstjórn staðfestir samhljóða afgreiðslu ráðsins.
Fjölskyldu-, frístunda- og menningarráð - 26Ráðið býður Halldóru velkomna til starfa og hlakkar til samstarfsins.
5.Áskorun frá Samherja, félagi eldri borgara í Mýrdalshreppi
2503006
Lögð fram áskorun frá Samherja, félagi eldri borgara í Mýrdalshreppi vegna nýs hjúkrunarheimilis.
Sveitarstjórn þakkar fyrir erindið. Sveitarstjórn styðst við niðurstöður frumathugunar Framkvæmdasýslunnar sem leiddi í ljós að fyrirhuguð staðsetning á Sléttuvegi væri besti kostur. Um leið og aðstaða heimilis- og starfsfólks stórbatnar með nýju hjúkrunarheimili þá batnar einnig aðgengi að þjónustu í nágrenninu. Sveitarstjórn telur því ekki unnt að breyta fyrirhugaðri staðsetningu sem myndi einnig tefja málið að óþörfu.
Umfjöllun um gerð samstarfssamnings við Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu.
Sveitarstjórn tekur vel í að stefnt sé að því að efla starf USVS og felur sveitarstjóra frekari viðræður við Skaftárhrepp og USVS.
8.Trúnaðarmál
2504007
Afgreiðsla færð í trúnaðarmálabók.
9.Viljayfirlýsing vegna fjármögnunar á göngum um Reynisfjall
2503009
Lögð fram drög að sameiginlegri viljayfirlýsingu Mýrdalshrepps, Skaftárhrepps og Hornafjarðar við Summu rekstrarfélag um fjármögnun á göngum í gegnum Reynisfjall.
Sveitarstjórn samþykkir drögin og felur sveitarstjóra að ganga frá undirritun.
Samþykkt: BÞÓ, DB og PT
AHÓ og SÞS sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun A-lista: Við teljum mikilvægt að fara í lagfæringar á núverandi þjóðvegi um Mýrdal og útgáfu framkvæmdaleyfis tengdum þeim. Vegagerð ríkisins gaf út á síðasta ári að jarðgöng um Reynisfjall væri ekki álitlegur kostur, því telja fulltrúar A-lista að okkur beri að beita okkur fyrir að úrbætur verði gerðar á núverandi vegi.
Bókun B-lista: Fulltrúar B-lista taka undir að mikilvægt sé að ráðast í lagfæringar á núverandi þjóðvegi en að það þurfi ekki að útiloka nýjan veg um Mýrdal.