Allar fréttir

Opnunartími skrifstofu Mýrdalshrepps í sumar 2021

Í nýjum kjarasamningum er kveðið á um að allir starfsmenn eigi að eiga 30 daga orlof.

Leikskólinn Mánaland óskar eftir leikskólakennurum og/eða leiðbeinendum.

Leikskólinn er tveggja deilda 30 barna leikskóli fyrir börn á aldrinum 1-5 ára. Mánaland vinnur að því að verða heilsueflandi leikskóli.

Breyting á opnunartíma sundlaugar í Vík á tímabilinu 7. til 18. júní.

Á mánudögum til föstudaga opnar sundlaugin klukkan 13:00 í stað 11:00 vegna sundnámskeiðs barna.

Skólaslit Víkurskóla

Víkurskóla var slitið við hátíðalega athöfn föstudaginn 28. maí s.l. Að þessu sinni voru sex nemendur útskrifaðir úr 10. bekk.

Tónskóli Mýrdalshrepps óskar eftir fjölhæfum tónlistarkennara í 50% starf.

Starfið felst m.a. í kennslu á gítar, rafmagnsgítar, rafbassa og trommusett auk annarrar kennslu í samræmi við menntun, áhuga og reynslu kennarans. Reynsla af kennslu á blásturshljóðfæri æskileg.

Nemendasjóður fær peningagjöf.

Einn af velunnurum Víkurskóla hún Guðný Guðnadóttir kom færandi hendi í morgun og færði ferðasjóði nemenda peningagjöf eins og hún hefur gert í mörg ár.

Mánalandi færð gjöf

Einn góðan veðurdag í apríl sl. þá var okkur boðið upp í Hjallatún þar sem við tókum við fallegri mynd sem Gréta á Hjallatúni gerði og gaf nemendum á Mánalandi.

Spennandi sumarstarf fyrir útivistar námsmanninn

Mýrdalshreppur leitar að starfsmanni í spennandi sumarstarf fyrir námsmenn, starf sem hentar vel áhugafólki um útivist.

Rekstur Mýrdalshrepps betri en gert var ráð fyrir.

Á fundi sveitarstórnar þann 14. maí sl var ársreikningur Mýrdalshrepps tekinn til síðari umræðu.

Aðalskipulag Mýrdalshrepps 2012-2028 – Breyting á þéttbýlisuppdrætti

Í samræmi við 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, er hér með auglýst tillaga um breytingu á aðalskipulagi Mýrdalshrepps 2012-2028.